Skip to main content
Fréttir

Foreldrar og aðstandendur kynna – Fræðslufundur um samkynhneigð – trú og siðfræði

By 22. apríl, 2002No Comments

Tilkynningar Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra auglýsa fræðslufund, laugardaginn 27. apríl 2002 í safnaðarheimili Grensáskirkju og hefst kl. 15:00.

Yfirskrift fundarins er:
Um samkynhneigð – trú og siðfræði

Dagskrá:
1. Opnun: Fundarstjóri Harpa Njáls
2. Bergþór Pálsson flytur tónlist við undirleik Douglas A. Brotchie
3. Er barnið þitt samkynhneigt eða hefur þú grun um að svo sé? Flytjandi: Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur
4. Hefur afstaða mín sem foreldri til trúar og kirkju breyst? Flytjandi: Helga Sigurðardóttir foreldri
5. Kaffihlé
6. Samkynhneigð og kristin siðfræði Flytjandi: dr. Sólveig Anna Bóasdóttir
7. Afstaða trúaðra til samkynhneigðar og samkynhneigðra. Flytjandi: sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir

Eftir framsöguerindi verða umræðuhópar. Fólk velur hóp við sitt hæfi. Spurningar sem unnið verður út frá:
a) Hvernig getum við stutt og náð til foreldra samkynhneigðra?
b) Hvers virði er samkynhneigðum stuðningur aðstandenda?
c) Gefur kristin siðfræði einhver svör við samkynhneigð?
d) Hvernig viljum við sjá kirkjuna mæta samkynhneigðum og fjölskyldum þeirra?

8. Hópar kynna niðurstöður sínar
9. Samantekt: Ingibjörg S. Guðmundsdóttir
10. Fundarslit

Fundurinn er öllum opinn sem hafa áhuga á lífi og reynslu samkynhneigðra og aðstandenda þeirra og eru félagsmenn hvattir til að koma og taka þátt í gefandi umræðum og skoðanaskiptum.

Leave a Reply