Skip to main content
Fréttir

SÆNSKA KIRKJAN SAMÞYKKIR HJÓNAVÍGSLU LESBÍA OG HOMMA

By 17. mars, 2007No Comments

Samkynhneigðir geta þegar fengið blessun í kirkju eftir að hafa gengið í staðfesta samvist hjá borgaralegum yfirvöldum. Með þessari breytingu verður löggerningur staðfestrar samvistar settur inn í vígsluathöfn kirkjunnar á sama hátt og við hjónavígslu gagnkynhneigðra. Sænska kirkjan, sem telur um sjö milljónir meðlima, er stærsta kirkjudeild í heiminum sem tekur þetta skref. TÍMAMÓT Í AFSTÖÐU KIRKJUNNAR Á NORÐURLÖNDUM

Samkynhneigðir geta þegar fengið blessun í kirkju eftir að hafa gengið í staðfesta samvist hjá borgaralegum yfirvöldum. Með þessari breytingu verður löggerningur staðfestrar samvistar settur inn í vígsluathöfn kirkjunnar á sama hátt og við hjónavígslu gagnkynhneigðra.  Sænska kirkjan, sem telur um sjö milljónir meðlima, er stærsta kirkjudeild í heiminum sem tekur þetta skref.

Kirkjan er þó ekki tilbúin til að kalla vígsluathöfnina „hjónavígslu“ eða að skipta á hugtakinu staðfestri samvist fyrir hugtakið hjónaband, sem áfram á að vera séreign gagnkynhneigðra samkvæmt Ytterberg.  Þó eru skiptar skoðanir um þetta innan kirkjunnar og vilja margir prestar að sama hugtak, hjónaband, verði notað án tillits til kyns þeirra sem í það ganga.  Þá er jafnframt bent á að verði farið að tillögum skýrsluhöfundar um kynhlutlaust hjónaband, og stafest samvist afnumin sem hugtak í lögum, verði það erfitt eða ómögulegt fyrir kirkjuna að viðhalda þessari aðgreiningu.

-Dagens Nyheter / Uppsala Nya Tidning / Haukur F. Hannesson

Leave a Reply