Skip to main content
search
Fréttir

FRÉTTATILKYNNING: GULUR, RAUÐUR, GRÆNN

GULUR, RAUÐUR, GRÆNN er síðdegisvaka sem haldin verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 3. mars klukkan 16. Að vökunni standa Akureyrarkirkja, S78N, Norðurlandshópur Samtakanna 78 og Norðurlandsdeild FAS, Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra. Viðfangsefni vökunnar, sem er í tali og tónum: Frelsi eða fjötrar samkynhneigðra í samfélaginu? Stjórnandi vökunnar verður Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður.

GULUR, RAUÐUR, GRÆNN er síðdegisvaka sem haldin verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 3. mars klukkan 16. Að vökunni standa Akureyrarkirkja, S78N, Norðurlandshópur Samtakanna 78 og Norðurlandsdeild FAS, Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra. Viðfangsefni vökunnar, sem er í tali og tónum: Frelsi eða fjötrar samkynhneigðra í samfélaginu? Stjórnandi vökunnar verður Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður.

Að loknu setningarávarpi séra Svavars A. Jónssonar mun Þorvaldur Kristinsson fyrrum formaður Samtakanna 78 flytja stutt erindi og Viðar Eggertsson leikari mun lesa ljóðaþýðingar. Fulltrúar foreldra munu fjalla um þá reynslu að eiga samkynhneigt barn og menntaskólanemi og háskólanemi segja frá reynslu sinni af því að vera samkynhneigður unglingur og ungmenni í samfélaginu hér um slóðir. Þá verður stutt pallborðsumræða, meðal annars um samkynhneigð, kirkju og skóla, þar sem fram koma sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, Kristín Elva Viðarsdóttir, Sverrir Páll Erlendsson og Þorvaldur Kristinsson. Tónlistaratriði verða felld að dagskránni, en þar koma fram Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir flytur lokaorð á síðdegisvökunni.

Í hléi verða bornar fram léttar kaffiveitingar. Þess er vænst að Akureyringar og aðrir Norðlendingar fjölmenni og taki þátt í þessari síðdegisvöku um málefni sem brennur á öllum, en þeir munu fáir sem hvergi finna samkynhneigðan einstakling í hópi fjölskyldu sinnar eða vina.

Að gangur er öllum heimill og ókeypis, en fjöldi fyrirtækja og stofnana hefur stutt þessa regnbogavöku og gert hana mögulega með framlögum sínum.

————————–

Nánari upplýsingar gefa Sverrir Páll Erlendsson, framhaldsskólakennari, í s. 822-3274 og Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur, í s. 860-2103.

Netföng: oskar@akirkja.is og svp@ma.is

Leave a Reply