Skip to main content
Fréttir

HILMAR & HAFFI VINNA Á FJÖLMENNU PUB QUIZ KVÖLDI – NÆSTA PUB QUIZ LAUGARDAGINN 25. OKTÓBER

By 20. október, 2008No Comments

Síðastliðið laugardagskvöld var haldin spurningakeppni í Regnbogasal Samtakanna ´78. Fjölmörg lið tóku þátt og var Regnbogasalur þétt setinn. Hvert lið var skipað tveimur einstaklingum og voru það Hilmar Magnússon og Hafsteinn Þórólfsson sem voru hlutskarpastir að þessu sinni.

Síðastliðið laugardagskvöld var haldin spurningakeppni í Regnbogasal Samtakanna ´78. Fjölmörg lið tóku þátt og var Regnbogasalur þétt setinn. Hvert lið var skipað tveimur einstaklingum og voru það Hilmar Magnússon og Hafsteinn Þórólfsson sem voru hlutskarpastir að þessu sinni. Hlutu þessir getspöku strákar bjórkassa í verðlaun. Nær öll liðin fengu ennfremur aukaverðlaun fyrir rétt svör við svokallaðri bónusspurningu. Það var annars mál manna að kvöldið hefði tekist vel upp og viðstaddir spenntir fyrir næsta Pub Quiz kvöldi sem haldið verður næsta laugardagskvöld, 25. október, kl. 21.15.

Áhugasamir spyrlar/spurningahöfundar eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Samtakanna í síma 552-7878 eða í tölvupóstfangið skrifstofa@samtokin78.is.   

Leave a Reply