Skip to main content
search
Fréttir

AÐ VERA 100% ÉG SJÁLFUR

By 12. desember, 2005No Comments

Fimmtudaginn 24. nóvember fer hin árlega keppni um titilinn Herra Ísland fram á skemmtistaðnum Broadway. Sjónvarpað er frá keppninni á Skjá einum klukkan 22. Nítján glæsilegir piltar taka að þessu sinni þátt í keppninni og nú hafa orðið þau tíðindi að í fyrsta sinn tekur piltur þátt í keppninni sem ekki fer með veggjum hvað samkynhneigð sína varðar, en kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Þetta er Magnús Jóhann Vilhjálmsson.

Fimmtudaginn 24. nóvember er fer hin árlega keppni um titilinn Herra Ísland fram á skemmtistaðnum Broadway. Sjónvarpað er frá keppninni á Skjá einum klukkan 22. Nítján glæsilegir piltar taka að þessu sinni þátt í keppninni og nú hafa orðið þau tíðindi að í fyrsta sinn tekur piltur þátt í keppninni sem ekki fer með veggjum hvað samkynhneigð sína varðar, en kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Þetta er Magnús Jóhann Vilhjálmsson.

Magnús steig fyrstu sporin í Vestmannaeyjum en flutti níu ára til Noregs þar sem hann bjó með foreldrum sínum og systrum þar til fyrir tveimur árum að hann flutti heim. Magnús stundar nú nám á náttúrufræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð, og vinnur eins og flestir með skólanum, ýmist á frístundaheimili fyrir fatlaða unglinga eða sem þjónn á veitingastaðnum Tapas.

GEF ÖÐRUM FORDÆMI

Kærasti hans og sambýlismaður er Skjöldur Eyfjörð og Magnús segir það aldrei hafa komið til greina að leyna því með þáttökunni í keppninni að hann væri hommi og ætti sinn mann. „Mér fannst bara kominn tími til að gefa öðrum fordæmi í þessum leik, hommar hafa tekið þátt í keppninni um Herra Ísland en enginn opinberað kynhneigðina, sennilega haldið að það myndi spilla fyrir möguleikum þeirra í keppninni. Ég tek ekki þátt í svoleiðis leik, kann það ekki!“
Við sem fljúgum
Ungi maðurinn sem brýtur blað í sögu íslenskrar fegurðarkeppni með svo einörðum hætti á sér ýmis áhugamál og þau raunar ekki ólík því sem við heyrum frá öðrum í keppninni. Nánar tiltekið snúast þau einkum um vinina, því pilturinn er tryggur sínum, stjórnmál, tónlist, líkamsrækt, The Simpsons – og svo auðvitað flug, því að Magnús stefnir eindregið að því að gerast flugmaður.

NETKOSNINGAR

Magnús er 185 cm á hæð og 19 ára gamall og mottó hans er stutt og laggott – sem sé það að „vera 100% ég sjálfur“ og við það stendur hann á pallinum í Broadway að kvöldi 24. nóvember. Hægt er að snerta á piltunum í keppninni með því að strjúka þá með tölvumúsinni, en á netinu fer fram kosning þessa dagana ásamt upplýsingum um alla þátttakendurna. Með netkosningunni er einungis hægt að velja vinsælasta gaurinn en til að kjósa í sjálfri keppninni verður að hringja inn. Hver keppandi hefur sitt ákveðna númer sem finna má á vefslóð keppninnar.

Leave a Reply