Skip to main content
Fréttir

ALÞJÓÐA ALNÆMISDAGURINN 1. DESEMBER

By 29. nóvember, 2006No Comments

Að vanda verður opið hús hjá Alnæmissamtökunum að Hverfisgötu 69 í Reykjavík þann 1. desember á alþjóðlega alnæmisdeginum. Um kvöldið er svo blásið til blysgöngu til minningar um alla þá sem látist hafa af völdum alnæmis. Gengið verður frá gatnamótum Laugavegar og Skólavörðustígs kl. 20 að Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem kerti verða tendruð og boðið upp á dagskrá.

Að vanda verður opið hús hjá Alnæmissamtökunum að Hverfisgötu 69 í Reykjavík, þann 1. desember á alþjóðlega alnæmisdeginum.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti milli kl. 16.00 og 19.00.

Klukkan 17.00 mun Margrét Pálmadóttir söngdíva – ásamt með öllu öðru – mæta með sérvöldum listamönnum! Búast má við einstökum uppákomum & innkomum – að vali Margrétar!

 

Um kvöldið er svo blásið til blysgöngu til minningar um alla þá sem látist hafa af völdum alnæmis.

Safnast verður saman við gatnamót Laugavegar og Skólavörðustígs kl. 19:45 (í portinu hjá Samtökunum ’78) og gengið fylktu liði að Fríkirkjuni í Reykjavík og kerti tendruð. Gangan leggur af stað kl. 20:00.

Dagskrá hefst síðan með hugvekju prests. Þá munu Friðrik Ómar og Regína Ósk taka nokkur lög ásamt því sem formaður Alnæmissamtakana og formaður FSS flytja nokkur orð.

Leave a Reply