Skip to main content
Fréttir

FSS – Hrein og bein í Smárabíó

By 5. ágúst, 2004No Comments

Tilkynningar Allir í bíó daginn eftir Gay Pride!

Í tilefni af ráðstefnu FSS þar sem erlendir gestir fá að kynnast stöðu samkynhneigðra á Íslandi, verður myndin “Hrein og bein” sýnd sunnudaginn 8. ágúst kl. 13 í sal 2 í Smárabíó með enskum texta. Höfundar og leikstjóri myndarinnar halda smá erindi um tilurð myndarinnar og eftir sýningu svara þátttakendur úr myndinni spurningum sýningargesta.

Grípið þetta einstaka tækifæri til að bjóða vinum og vandamönnum, íslenskum sem erlendum, að koma og sjá einlæga frásögn íslenskra ungmenna um raunveruleika þess að finna sjálfan sig og koma út úr skápnum.

Leave a Reply