Skip to main content
search
Fréttir

Kynning á Pabbastrák – GayDay FSS í Stúdentakjallaranum

By 7. október, 2003No Comments

Tilkynningar Á morgun, miðvikudaginn 8. október, er aftur komið að GayDay FSS. Hittumst við klukkan 21:00 í Stúdentakjallaranum eins og síðast.

Að þessu sinni ætla vinir okkar úr Þjóðleikhúsinu að koma í heimsókn og spjalla um nýja verkið þeirra, Pabbastrák. Fyrir þá sem mæta verða dregnir út tveir frímiðar á leikritið. Þó geta aðeins þeir sem búnir eru að greiða félagsgjöld í FSS tekið þátt í happadrættinu. Félagsgjöldin er hægt að borga inn á reikning okkar í Landsbankanum og að sjálsögðu einnig á staðnum.

Við hvetjum ykkur til að láta sjá ykkur, allar nánari upplýsingar um leikritið er að finna á síðu félagsins.

-Stjórn FSS

Leave a Reply