Skip to main content
search
Fréttir

Barneignir með tæknifrjóvgun

By 26. apríl, 2006No Comments

Við erum tvær stúlkur í sambúð og okkur langar til þess að eignast barn með tæknifrjóvgun. Hvernig eru möguleikar á því hérlendis?

Spurt: Við erum tvær stúlkur í sambúð og okkur langar til þess að eignast barn með tæknifrjóvgun. Hvernig eru möguleikar á því hérlendis? Til dæmis þekkjum við ekki neina karlmenn sem eru tilbúnir að gefa eða selja okkur sæði. Eru einhverjir karlmenn, þá hommar, sem Samtökin vita að muni vera tilbúnir til þess að gefa eða selja lesbíum sæði? Ef ekki, vitið þið þá um aðrar leiðir, til dæmis erlendis? Þá væri mjög gott að fá upplýsingar um það. Með fyrirfram þökk. S.E. og D.H.

Svarað: Samkvæmt lögum um staðfesta samvist fólks af sama kyni er lesbíum sem staðfest hafa samvist sína ekki heimill aðgangur að tæknifrjóvgun á opinberum sjúkrastofnunum. Sú leið er því ennþá ófær hér á landi. Hægt er að snúa sér til einkastofnana erlendis í þessu skyni en það kostar fyrirhöfn og fé. Það má vel vera að til séu hommar sem gætu hugsað sér að eignast börn með ykkur en varla eftir þeim leiðum sem þið nefnið. Í þessum efnum taka hommar lífið yfirleitt alvarlega, þeim finnst sennilega fátt meira niðurlægjandi en að láta líta á sig „sæðisgjafa“ og ekkert annað og ekki mælum við með því að þið biðjið neinn karlmann um að selja ykkur sæði sitt. Þetta er nefnilega jafnmikið tilfinningamál fyrir homma og lesbíur.

Besta leiðin er auðvitað sú sem flestir hafa farið, að kynnast öðrum í sömu stöðu og sjá hvort leiðir opnast ekki. Samkynhneigðir foreldrar hafa öðru hvoru myndað hópa á vettvangi Samtakanna ´78 til að bera saman bækur sínar um stöðu sína og börn sín. Við hvetjum ykkur til þess að hafa samband við skrifstofu félagsins sem getur greitt götu ykkar og komið ykkur í samband við samkynhneigða foreldra. Einnig kann að vera stuðningur í því að spjalla við félagsráðgjafa félagsins. Þær skilja stöðu ykkar öðrum betur, þekkja málefnið vel, og samtal við þær yrði ykkur eflaust mikill stuðningur.
Gangi ykkur vel!

Alfreð Hauksson og Þorvaldur Kristinsson

Leave a Reply