Skip to main content
search
Fréttir

YFIRVÖLD Í GHANA BANNA RÁÐSTEFNU SAMKYNHNEIGÐRA

By 13. september, 2006No Comments

Yfirvöld í Ghana hafa bannað ráðstefnu um málefni lesbía og homma sem halda átti í höfuðborginni í lok mánaðarins. Ráðherra upplýsingamála, Kwamena Bartels, hefur upplýst að þar sem samkynhneigð sé bönnuð í landinu þá sé slíkt ráðstefnuhald ekki leyfilegt.

Yfirvöld í Ghana hafa bannað ráðstefnu um málefni lesbía og homma sem halda átti í höfuðborginni í lok mánaðarins. Ráðherra upplýsingamála, Kwamena Bartels, hefur upplýst að þar sem samkynhneigð sé bönnuð í landinu þá sé slíkt ráðstefnuhald ekki leyfilegt:

“Ríkisstjórnin fordæmir alla hegðun sem brýtur í bága við menningu, siðferði og arfleið þjóðarinnar”. Hann bætti því við að hverjum þeim sem gerist brotlegur við lögin verði hengt, en samkynhneigð varðar við hegningarlög í landinu. Hvatti hann jafnframt til þess að rannsakað verði hvort einhverjir embættismenn hafi gefið leyfi sitt áður en ríkisstjórnin tók af skarið í málinu. Orðrómur er um að halda hafi átt ráðstefnuna í alþjóðlegri ráðstefnumiðstöð í höfuðborginni Accra. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá staðfestingu á því hverjir hugðust standa fyrir viðburðinum. Stjórnendur miðstöðvarinnar bera af sér allar “sakir”.

-HTS 

Leave a Reply