Skip to main content
Fréttir

KSÍ SAMÞYKKIR JAFNRÉTTISÁÆTLUN

By 13. febrúar, 2008No Comments

Knattspyrnusamband Íslands hefur samþykkt jafnréttisstefnu og með henni er gefinn tónn í íslenskri íþróttahreyfinginu í jafnréttismálum. Markmiðið er að allt jafnréttisstarf innan knattspyrnuhreyfingarinnar verði markvisst og og skipulagt ferli sem fléttIst inn í alla þætti íþróttarinnar með það að leiðarljósi að tryggja jafna möguleika allra til knattspyruiðkunar á Íslandi. Stefnan byggist á gildandi lögum og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að. KSÍ og einstök aðildarfélög munu huga sérstaklega að jafnréttismálum í starfsemi sinni.

Knattspyrnusamband Íslands hefur samþykkt jafnréttisstefnu og með henni er gefinn tónn í íslenskri íþróttahreyfinginu í jafnréttismálum. Markmiðið er að allt jafnréttisstarf innan knattspyrnuhreyfingarinnar verði markvisst og og skipulagt ferli sem fléttist inn í alla þætti íþróttarinnar með það að leiðarljósi að tryggja jafna möguleika allra til knattspyruiðkunar á Íslandi. Stefnan byggist á gildandi lögum og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að. KSÍ og einstök aðildarfélög munu huga sérstaklega að jafnréttismálum í starfsemi sinni.

Í frétt á heimasíðu KSÍ segir að markmiðið með jafnréttisstefnunni sé að sjónarmið jafnréttis verði samofið allri knattspyrnuiðkun á Íslandi. Knattspyrnusambandið lítur svo á að jafnréttismál séu liður í gæðastarfi hreyfingarinnar þannig að allir iðkendur eigi jafna möguleika til að stunda íþróttina. Jafnréttisstefnan nær til allra þeirra sem leika og starfa innan Knattspyrnusambands Íslands óháð kynferði, trúarbrögðum, skoðunun, þjóðernisuppruna, kynþætti, kynhneigð, efnahag, búsetu, ætterni og stöðu að öðru leyti.

Jafnrétti frá A – Ö

Að sögn Klöru Bjartmarz skrifstofustjóra KSÍ er markar stefnan tímamót í jafnréttismálum innan knattspyrnuhreyfingarinar: „Afar ánægjulegt er að fjölmennasta sérsambandið innan íþróttahreyfingarinnar skuli kveða svo fast að orði í jafnréttismálum og vonandi munu fleiri sérsambönd fylgja í kjölfarið. Með þessari stefnu eru gefin skýr skilaboð þess efnis að hvers kyns mismunun verði ekki liðin undir neinum kringumstæðum. Athugasemdir við litarhátt, talsmáta, kynhneigð eða annað í fari iðkenda sem skilja má sem meiðandi og særandi eiga til að mynda ekki heima innan knattspyrnunnar .“ Og Klara segir mikið í húfi: „Það er mikilvægt að vel takist til við framkvæmdina þannig að þessi tímamótasamþykkt hafi raunveruleg áhrif en verði ekki aðeins innantóm orð á blaði. Við sem störfum innan hreyfingarinnar þurfum að vanda okkur, enda á jafnréttisáætlunin að fléttast inn í allt starfið frá A til Ö“.

-HTS

 

 

Leave a Reply