Skip to main content
search
Fréttir

KIRKJUÞING SAMÞYKKIR AÐ PRESTAR FÁI AÐ STAÐFESTA SAMVIST

By 25. október, 2007No Comments

Tillaga um þjóðkirkjuna og staðfesta samvist var samþykkt á Kirkjuþingi í dag. Í henni segir að ef lögum um staðfesta samvist verði breytt á þann veg að trúfélög fái heimild til að staðfesta samvist, þá styðji Kirkjuþing það að prestum þjóðkirkjunnar verði það heimilt.

Tillaga um þjóðkirkjuna og staðfesta samvist var samþykkt á Kirkjuþingi í dag. Í henni segir að ef lögum um staðfesta samvist verði breytt á þann veg að trúfélög fái heimild til að staðfesta samvist þá styðji Kirkjuþing það að prestum þjóðkirkjunnar verði það heimilt.

Frá því að lögin um staðfesta samvist tóku gildi árið 1996 hefur Þjóðkirkjan beðist undan aðkomu sinniað þeim löggerningi, og raunar hvatt ríkisstjórn og Alþingi til þess að koma í veg fyrir að lagasetning sem heimila myndi trúfélögum slíka vígslu, nái fram að ganga. Ákvörðun kirkjunnar nú er því skref í átt að réttarþróun undannfarinna ára og almennum viðhorfum í samfélaginu. Samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup lét framkvæma í júli 2004 kemur fram að 87% landsmanna eru hlynt staðfestri samvist samkynhneigðra og 69% kirkjulegri vígslu þeirra. Samþykkt kirkjuþings gengur þó ekki svo langt að tala um eiginlega vígslu en tillaga þess efnis var dregin til baka á þinginu. Þá var ítrekaður skilningur kirkjunnar á hjónabandinu sem sáttmála karls og konu. Engu að síður er hér um ákveðið skref að ræða sem felur það í sér að samkynhneigðir hafa nú val um borgaralega eða kirkjulega staðfestingu samvistar sinnar.

Samtökin ´78 sendu í dag frá sér yfirlýsingu um málið.

-hts

 

 

 

Leave a Reply