Skip to main content
search
Fréttir

Gay day og Trannyshack í félagsmiðstöð Samtakanna '78!

By 29. mars, 2006No Comments

Fyrsti Gay day eftir að ný stjórn FSS tók til starfa verður haldinn fimmtudaginn 30. mars klukkan 20.00 í félagsmiðstöð Samtakanna ’78. Klukkan 21.00 hefst aukasýning á kvikmyndinni TRANNYSHACK á sama stað. Myndin var ein af kvikmyndunum á Hinsegin bíódögum og aðeins verður haldin þessi eina aukasýning…

Fyrsti Gay day eftir að ný stjórn FSS tók til starfa verður haldinn fimmtudaginn 30. mars klukkan 20.00 í félagsmiðstöð Samtakanna ’78. Klukkan 21.00 hefst aukasýning á kvikmyndinni TRANNYSHACK á sama stað. Myndin var ein af kvikyndunum á Hinsegin bíódögum og aðeins verður haldin þessi eina aukasýning.

Trönsukofi Heklínu frænku hefur glatt hýr hjörtu fólks í San Francisco hvert þriðjudagskvöld í áratug. Þar er alltaf eitthvað ferskt, og líka pínulítið rotið, á boðstólum. Hin íslensk-ameríska Heklína er ekki óskyld Silvíu Nótt og heitir auðvitað í höfuðið á Heklu, hljóðlát og þokkafull framan af degi, en færist í aukana á sviðinu eftir sólsetur, óútreiknanleg, kjaftfor og fyndin. List hennar sameinar bæði lágkúru og hámenningu á þann hátt sem vatnsheldar drottningar kunna öðrum betur. Eins og Heklína segir: „Trönsukofinn gengur út á það að taka sjálfa(n) sig ekki of hátíðlega.“ Hér er það besta úr sýningum Trönsukofans ásamt viðtölum við þá sem gert hafa sviðið að sínu þessi ár, getnaðarleg, svöl og pínulítið geggjuð.

Allir hjartanlega velkomnir!

-FSS og Samtökin ’78

 

Leave a Reply