Skip to main content
search
Fréttir

STYTTIST Í GLEÐIGÖNGU HINSEGIN DAGA

By 27. júní, 2007No Comments

Nú styttist óðum í hina einstöku og glæsilegu gleðigöngu Hinsegin daga sem fram fer laugardaginn 11. ágúst næst komandi. Gangan er aldrei tilkomumeiri en þær hugmyndir sem spretta upp úr grasrótinni hverju sinni. Það er því kominn tími til kominn að kalla vinina og vinkonurnar saman og skipuleggja atriði og koma þeim á framfæri við stjórn Hinsegin daga.

Nú styttist óðum í hina einstöku og glæsilegu gleðigöngu Hinsegin daga sem fram fer laugardaginn 11. ágúst næst komandi.

Gangan er aldrei tilkomumeiri en þær hugmyndir sem spretta upp úr grasrótinni hverju sinni. Það er því kominn tími til kominn að kalla vinina og vinkonurnar saman og skipuleggja atriði og koma þeim á framfæri við stjórn Hinsegin daga.

Stjórn Hinsegin daga og samstarfsnefnd sjá til þess að rammi og aðstæður séu skapaðar utan um gleðigönguna en hún er ekki skipulögð ofan frá heldur neðan úr grasrótinni. Hinsegin dagar veita alls kyns ráðleggingar og aðstoð til þess að láta hugmyndir fólks rætast, en til þess að sjálfboðaliðar Hinsegin daga geti orðið að liði, þurfum við að fá hugmyndir ykkar sendar til okkar sem fyrst.

Nú þegar hafa nokkrar mjög góðar hugmyndir borist Hinsegin dögum og miðað við þær er útlit fyrir litríka og skemmtilega gleðigöngu að vanda. Gott atriði í gönguna þarf hvorki að vera flókið né dýrt til að vera skemmtilegt – allt sem þarf er góð hugmynd og einbeitnin til að láta hana rætast.

Hér færð þú nánari upplýsingar um hvernig þú getur sett svip þinn á þessa skemmtilegustu hátíð landsins.

-Hinsegin dagar í Reykjavík

 

Leave a Reply