Skip to main content
Fréttir

Málþing í Háskóla Íslands – Samkynhneigðir í háskólasamfélaginu

By 23. október, 2002No Comments

Tilkynningar Vitundarvakning gegn fordómum Málfundaröð Stúdentaráðs og jafnréttisnefndar Háskóla Íslands. Fimmti fundur fyrirlestraraðarinnar verður mánudaginn 28. október næstkomandi kl. 12-13 í Norræna húsinu.

Samkynhneigðir í háskólasamfélaginu

Dagskrá:

Undir oki ósýnileikans. Samkynhneigðir á skólabekk.
Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna ?78.

Fræðastarf og fordómar.
Dr. Rannveig Traustadóttir, dósent í uppeldis- og menntunarfræðum við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

Sýnileiki í háskólasamfélagi.
Guðlaugur Kristmundsson, formaður FSS, Félags samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta við Háskóla Íslands.

Fundarstjóri er Ásgeir Þ. Ingvarsson, formaður verkefnisstjórnar um vitundarvakningu gegn fordómum.

Átakið Vitundarvakning gegn fordómum er samstarfsverkefni Stúdentaráðs og jafnréttisnefndar Háskóla Íslands og byggir á röð málfunda sem haldnir eru í Norræna húsinu á vor- og haustmisseri 2002. Á málfundunum er leitast við að skilgreina fordóma og afleiðingar þeirra fyrir þolendur og þjóðfélagið.

Fundurinn nk. mánudag er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Leave a Reply