Skip to main content
search
Fréttir

Svívirðingar kærðar – Samkynhneigð sögð ?erfðagalli? og ?vanskapnaður?

By 13. september, 2003No Comments

Frettir Formaður Samtakanna ´78 hefur kært Einar Ingva Magnússon til lögreglu fyrir ummæli í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið 12. september sl. Ummæli Einars Ingva eru ein hin grófustu sem samkynhneigðir hafa lengi mátt lesa um sjálfa sig í íslensku dagblaði og hefur að sjálfsögðu verið svarað á þann eina hátt sem níði ber að svara, með kæru og refsikröfu. Að morgni 13. september birtist í Morgunblaðinu afsökunarbeiðni þar sem ritstjórn blaðsins harmar birtingu greinarinnar og kveður hana ?eiga ekkert erindi í þá málefnalegu umræðu sem fram fer á síðum Morgunblaðsins?.

Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna ´78, kærir Einar Ingva Magnússon til lögreglu á grundvelli 233a gr. almennra hegningarlaga þar sem m.a. er kveðið á um fjársektir og fangelsi fyrir að hafa með háði, rógi, smánun og ógnun ráðist opinberlega á mann eða hóp manna vegna kynhneigðar þeirra. Fer kærandi fram á refsikröfu. Grein Einars Ingva nefnist Svívirða og birtist í Morgunblaðinu 12. september 2003.

Að hjálpa því að takst á við fötlun sína

Í greininni segir höfundur m.a.:

?Á dögunum fór skrúðganga homma og lesbía nður Laugaveginn. /… / Það fór ekki framhjá neinum að þarna var hinsegin fólk á ferðinni, öfugsnúið sem kallast hefur kynvillingar í gegnum tíðina en bera nú hið furðulega nafn, samkynhneigðir, þar sem þeim þykir gott að samrekkja einhverjum af sama kyni. Hátíð kynvillinganna var kölluð fjölskylduhátíð þótt lifnaður þeirra brjóti öll fjölskyldulögmál. /… / Kynvilla sem kallast í dag samkynhneigð hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda en hún er ekkert til að státa sig af, hvað þá til að stilla á stall og hefja til skýjanna með húllum hæ og fagnaðarlátum. Hún er erfðagalli, vanskapnaður eins og margur annar ófullkomleiki sem leggst á mannkynið og það er sorglegt til þess að vita að fólk sem ber þennan galla skuli kynna hann sem eðlilegan lífsmáta og telja eðlilegu fólki trú um að það sé kannski líka samkynhneigt. Margt eðlilegt fólk sem umgengst kynvillinga hefur byrjað að trúa því að kynvilla sé eðlilegt lífsmynstur. Svo langt hefur áróðurinn gengið að nú þykir orðið töff að vera hinsegin. Sem kristinn maður reyni ég að elska náunga minn og koma fram við hann eins og ég vildi að hann kæmi fram við mig. Það á einnig við um fólk sem ber kynvillunnar ófullkomleika. Við ættum að hjálpa því að takast á við fötlun sína og umbera það og umgangast í anda Krists. En það skyldi aldrei vera á kostnað lögmáls lífsins né boðorða Drottins almáttugs. /… /?

Morgunblaðið harmar mistök sín

Laugardaginn 13. september birtist í Morgunblaðinu afsökunarbeiðni ritstjórnar og er hún á þessa leið:

?Í Morgunblaðinu í gær birtist á bls. 48 lesendabréf, þar sem vegið var að samkynhneigðum með einkar óviðurkvæmilegum og niðrandi hætti.

Birting þessa lesendabréfs var mistök, sem Morgunblaðið harmar og biður lesendur sína og alla sem í hlut eiga afsökunar á. Greinar af þessu taki eiga ekkert erindi í þá málefnalegu umræðu, sem fram fer á síðum Morgunblaðsins.?

Leave a Reply