Skip to main content
search
Fréttir

Finnland – Þjóðkirkjan hafnar samkynhneigðum

By 30. október, 2003No Comments

Frettir Miklar umræður hafa að undanförnu átt sér stað í Finnlandi um afstöðu þjóðkirkjunnar þar í landi til málefna samkynhneigðra. Nú hefur finnski biskupinn tekið af skarið og hafnað því að kirkjan undirbúi sérstakt ritúal til þess að blessa staðfesta samvist: ?Við munum ekki undirbúa ritúal til þess að blessa staðfesta samvist, kannski vegna þess að við erum ekki viss um hvort Guð vilji blessa slík sambönd…Við vitum ekki hvort þessi lífstíll er í raun ódulin ógn gegn boðskap og hefðum kirkjunnar? er haft eftir biskupi landsins, Ilkka Kantola.

Þrátt fyrir þessa skýru afstöðu finnsku þjóðkirkjunnar varðandi blessunarathöfn þá hefur kirkjan hins vegar ekki stigið skrefið til fulls og bannað fólki í staðfestri samvist að þjóna innan hennar. Innan kirkjunnar eru raunar mjög skiptar skoðanir um málið, allt frá afar íhaldssömum sjónarmiðum, eins og þeim sem biskupinn stendur fyrir, yfir í mun frjálslyndari viðhorf. Opinber afstaða hennar er samt sem áður sú að styðja einungis hið hefðbundna hjónaband karls og konu enda sé það grundvöllurinn að hamingjusömu fjölskyldulífi. Fjölskyldulíf samkynhneigðra fellur ekki að ríkjandi hugmyndum kirkjunnar manna um hamingjusamt fjölskyldulíf.

-HTS

Leave a Reply