Skip to main content
Fréttir

HJÓNABANDIÐ – FYRIR HVERJA?

By 16. febrúar, 2006No Comments

Málþing í Háskóla Íslands 17. febrúar

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands efna til málþings undir heitinu Hjónabandið – fyrir hverja? föstudaginn 17. febrúar kl. 13.30-16.00. Málþingið fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Á málþinginu verður hjónabandið skoðað frá ýmsum hliðum. Spurt er um eðli hjónabandsins og hlutverk. Fyrir hverja er hjónabandið og í þágu hverra? Hjónabandinu fylgja bæði réttindi og skyldur, en deilt er um hvort það sé fyrst og fremst mikilvæg valdastofnun sem viðheldur valdi karla, eða eins konar tryggingamiðstöð fyrir konur. Þá er hugað að þróun hjónabandsins og hvaða þýðingu það hefur haft í ljósi sögunnar? Hvers vegna er hjónabandið einskorðað við samband karls og konu og er ástæða til að halda því þannig? Spurningarnar eru óteljandi en tilgangur málþingsins er að skoða hjónabandið út frá sjónarhóli hinna ýmsu fræðasviða og vera þannig innlegg inn í þá umræðu sem nú er áberandi í samfélaginu.

Dagskrá:

Fundarstjóri: Arnfríður Guðmundsdóttir, guðfræðingur.

Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur.
Hjónaband, viðhorf og vandi. Siðfræðilegar hugleiðingar.

Már Jónsson, sagnfræðingur.
Hjónavígsluskilyrði á 17. öld.

Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur og doktorsnemi.
Krísa á kristniboðsakrinum: Lútherskar kirkjur kljást við hjónabandið.

Gyða Margrét Pétursdóttir, doktorsnemi í félags- og kynjafræði.
Hjónabandið: Hann frjáls sem fuglinn, hún rígbundin í báða?

Sigurður Árni Þórðarson, prestur.
Kirkjuviðmið og hjónavígslur samkynhneigðra.

Leave a Reply