Skip to main content
search
Fréttir

Hópferð til San Francisco

By 18. apríl, 2005No Comments

Tilkynningar Hinsegin dagar í Reykjavík hafa gert samstarfssamning við San Francisco Gay Pride. Í tilefni þess bjóðum við upp á hópferð til þessar höfuðborgar samkynhneigðra í lok júní.

Hinsegin dagar verða með vagn í göngunni í San Francisco og þeir sem fara í hópferðina geta annað hvort tekið þátt í göngunni, eða fylgst með henni úr heiðursstúku en miði í hana fylgir með í pakkanum. Þetta er einstakt tækifæri til að fara á eitt allra stærsta Gay Pride í heiminum og það lang frægasta.

Í boði eru einungis 30 sæti, þannig að það er um að gera að bóka sig sem allra fyrst.

Fararstjóri verður Hrafnhildur Gunnarsdóttir, sem bjó í 19 ár í San Francisco og þekkir borgina því eins og lófann á sér.

Nánari upplýsingar á heimasíðunni www.this.is/gaypride
Þórarinn Þór: thorarinn@dice.is
Heimir Már Pétursson: heimirmp@simnet.is

Leave a Reply