Skip to main content
search
Fréttir

Kóngur í einn dag: – Námskeið í karlmennsku fyrir konur

By 4. febrúar, 2005No Comments

Tilkynningar Fyrir allar konur sem þora! Hafið þið velt fyrir ykkur hvernig það sé að vera karlmaður? Langar ykkur til að prófa? Ekkert mál! Nú gefst tækifærið:

Námskeið í karlmennsku í Borgarleikhúsinu helgina 19.-20. febrúar frá 10-16 báða dagana. Fjöldi þátttakenda takmarkaður ? fyrstir koma, fyrstir fá! Verð: 5000 kr.

María Pálsdóttir leikkona og meðlimur norræna leikhópsins subfrau ( www.subfrau.com ) heldur námskeið í dragi. María hefur haldið dragnámskeið í leiklistardeild LHÍ og á ráðstefnunni Køn i spil sem haldin var í Kaupmannahöfn í haust. Þátttakendum ber saman um að þetta sé sérstök og ógleymanleg upplifun.

Hvað er þetta með kynin? Erum við ólík frá náttúrunnar hendi eða er þetta bara áunnið? Getum við tileinkað okkur karlmannseðli? Er til eitthvað sem heitir karlmannseðli? Hvað er eðlilegt?

Sendið tölvupóst á majapals@hotmail.com til að skrá ykkur.

Leave a Reply