Skip to main content
Fréttir

Opnunarhátíð Hinsegin daga: – Forsala aðgöngumiða er hafin

By 29. júlí, 2004No Comments

Tilkynningar Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast með opnunarhátíð í Loftkastalanum 6. ágúst klukkan 21:00. Þar koma meðal annars fram stjörnur frá dragklúbbnum fræga, Trannyshack í San Francisco, Hommaleikhúsið Hégómi og Maríus Sverrisson ásamt fimm manna hljómsveit í tilefni fyrstu sólóplötu sinnar. Að lokinni dagskra verður Gay Pride party í boði Corona í anddyri Loftkastalans.

Miðaverð er kr. 1000 og er forsala hafin í Samtökunum ´78, Laugavegi 3 á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 20:00-23:00, á laugardögum frá klukkan 21:00-24:00 og á skrifstofutíma félagsins alla virka daga frá klukkan 13:00-17:00.

Leave a Reply