Skip to main content
Fréttir

HINSEGIN DAGAR Í REYKJAVÍK 10. – 13. ÁGÚST

By 26. júlí, 2006No Comments

Áttunda árið í röð halda samkynhneigðir Hinsegin daga hátíðlega í Reykjavík. Eftir mikinn og vandaðan undirbúning allt frá síðustu hátíð, fjölmenna allir sem vilja sýna samstöðu með málstað hinsegin fólks í fjörmikla og skrautlega gleðigöngu niður Laugaveg og á glæsilega útitónleika í Lækjargötu laugardaginn 12. ágúst.

Áttunda árið í röð halda samkynhneigðir Hinsegin daga hátíðlega í Reykjavík. Eftir mikinn og vandaðan undirbúning allt frá síðustu hátíð, fjölmenna allir sem vilja sýna samstöðu með málstað hinsegin fólks í fjörmikla og skrautlega gleðigöngu niður Laugaveg og á glæsilega útitónleika í Lækjargötu laugardaginn 12. ágúst.

Á hátíðinni í ágúst minnum við sjálf okkur og aðra á mikilvægi þess að efla sýnileika okkar og stoltar tilfinningar. Með hátíðahöldunum minnum við bæði sjálf okkur og aðra þegna þessa lands á það að lesbíur og hommar á Íslandi eiga sér menningu og sögu, þau eiga fjölskyldur og vini sem vilja deila gleði og stolti með þeim sem náð hafa lengra en samkynhneigt fólk flestra annarra ríkja í mannréttindabaráttu sinni.

Hinsegin dagar í Reykjavík eru orðnir hefðbundinn þáttur í borgarlífinu. Samt er hátíðin ný í hvert sinn. Í ár munu allir þeir slást í hópinn sem voru fjarri góðu gamni í fyrra. Vonandi taka þeir með sér systkini sín og foreldra, afa og ömmur, ættingja og vini. Leit okkar að frelsi, stolti og mannvirðingu er nefnilega ekkert einkamál samkynhneigðra, hún er mál allrar þjóðarinnar og alls þess heims sem lætur sig mannlega hamingju varða. Á hátíðinni í ágúst sameinast allir undir regnbogafánanum sem táknar litrófið í margbreytilegri menningu hinsegin fólks. Þótt litirnir séu margir mynda þeir saman einn skínandi regnboga.

Kynnið ykkur dagskránna heimasíðu Hinsegin daga í Reykjavík.

-Hinsegin dagar í Reykjavík

Leave a Reply