Skip to main content
search
Fréttir

Íslenski dansflokkurinn: – Tilboð til félagsmanna

By 6. nóvember, 2003No Comments

Tilkynningar Íslenski dansflokkurinn kynnir nýtt verk eftir hollenska danshöfundinn Lonneke van Leth, frumsamið fyrir Íslenska dansflokkinn.

The Match er fótboltaleikur. Sviðið er landsleikur milli Íslands og Hollands. Stemningin er rífandi, tónlistin grípandi. Lonneke leikur sér með alla þætti fótboltans og dansins, hreyfinguna, baráttuna, árásargirnina, karlmennskuna, kvenleikann, sigurvímuna.

Lonneke van Leth er rísandi stjarna meðal danshöfunda í Hollandi. Hún er aðeins 27 ára gömul en hefur þegar hlotið verðskuldaða athygli jafnt sem dansari og danshöfundur. Verk hennar þykja aðgengileg, fjörug og full af húmor.

Auk The Match sýnir dansflokkurinn verk Guðmundar Helgasonar, Party, sem hlaut áhorfendaverðlaun í dansleikhússamkeppni ID og LR í júní sl. og Symbiosis eftir Itzik Galili.

Tilboð fyrir meðlimi Samtakanna 78:
Miðaverð kr. 1900
Almennt verð kr. 2500

Ath. aðeins tvær sýningar eftir: 7. nóvember og 16. nóvember.

Miðasala Borgarleikhússins 568 8000

Leave a Reply