Skip to main content
Fréttir

DRAGKÓNGUR – NÁMSKEIÐ FYRIR KONUR

By 21. maí, 2007No Comments

Árið 2005 varð Halla himintungl fyrsti dragkóngur Íslands. Hún verður leiðbeinandi á námskeiði fyrir konur sem vilja læra að bregða á leik í karlmannshlutverki. Án efa verður námskeiðið skemmtilegt, en þátttakendur munu meðal annars læra að klóra sér í pungnum, snyrta skeggbrodda og auka daðurhæfileika sína.

Hefurðu áhuga á að bregða á leik og fara í karlmannshlutverk?
Hefurðu áhuga á að læra að verða dragkóngur?
Langar þig til að keppa í dragkeppni 2007?

Það geta allar konur orðið kóngar!

Árið 2005 varð Halla himintungl okkar fyrsti Dragkóngur Íslands.
Halla verður leiðbeinandi á námskeiði fyrir konur sem vilja læra að bregða á leik í karlmannshlutverki. Það verður án efa skemmtilegt, þátttakendur munu t.d. læra að klóra sér í pungnum, snyrta skeggbrodda og auka daðurhæfileikana.

Aðalmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur
uppgvöti og útfæri leiklistar- og kóngahæfileika sína.
Kannski leynist tilvonandi Dragkóngur 2007 í nemendahópnum!!!!

Hver veit nema námskeiðið leiði til nemendasýningar á Q-barnum???

Stelpur nú er um að gera að taka þátt og vera með
í að efla kóngamenningu landsins og hafa gaman af í fjörugum leikhópi!

Námskeiðið verður haldið í sal Samtakana 78, að Laugavegi 3, 101 RVK.
Námskeiðið eru alls tveir dagar frá kl: 20-23
Það verður haldið dagana 30. maí og 1. júní.
Námskeiðsgjald er 5,000 kr. allt efnisgjald er innifalið. Hægt er að skrá sig í síma 695 82 83 og á netfanginu halla.frimannsdottir@reykjavik.is

-Halla himintungl

 

Leave a Reply