Skip to main content
search
Fréttir

FYRIRLESTUR UM GJÖRHYGLI HUGLEIÐSLU Í REGNBOGASALNUM

By 15. febrúar, 2007No Comments

Þann 1. mars mun Margrét Arnljótsdóttir fræða gesti félagsmiðstöðvarinnr um gjörhygli hugleiðslu
(mindfulness meditation), hvaða áhrif hugleiðsla hefur, andlega og líkamlega, notkun hennar í heilbrigðiskerfinu og hvernig eigi að hugleiða.

Gjörhygli er þýðing á enska orðinu mindfulness. Gjörhygli er blátt áfram það að vita hvað er að gerast á meðan það er að gerast. Að hafa athyglina í núinu hvert andartak, án þess að taka afstöðu, heldur einfaldlega sjá það sem er. Gjörhygli má lýsa sem kjarnanum í því að vera.

Þessi athygliverði fyrirlestur verður haldinn í Regnbogasal Samtakanna ´78 hefst kl. 21.

-Samtökin ´78

Leave a Reply