Skip to main content
Fréttir

Elton John neitar sögusögnum um giftingu í San Francisco

Frettir

Tónlistarmaðurinn Elton John neitar því að hann hafi í hyggju að giftast ástmanni sínum til margra ára, David Furnish, í San Francisco. Þær sögusagnir hafa verið á kreiki að hjónaleysin væru á leið til San Francisco til þess að láta gefa sig saman eins og þúsundir annara samkynhneigðra para.

      Elton John lét þess hins vegar getið að hann hlakkaði til þess dags þegar staðfest samvist verður lögleidd í heimalandinu en breska ríkisstjórnin stefnir að því að feta í fótspor annara Evrópuríkja sem lögleitt hafa staðfesta samvist: ?Við munum örugglega láta gefa okkur saman þegar lögin taka gildi. Ég er algjörlega hlytur slíkum lögum. Ef fólk sem vill heitbindast annari mannesku er meinað um þá vörn sem lögin eiga að veita, þá lifum við sjúkum heimi. Mig langar til þess að giftast David.?

Leave a Reply