Skip to main content
Fréttir

FORM UM STAÐFESTA SAMVIST TILBÚIÐ

By 13. júní, 2008No Comments

Form um staðfesta samvist var kynnt á prestastefnu sem lauk í Seljakirkju í gær. Biskup Íslands lagði formið fram og hvatti presta sem staðfesta samvista til að nota þetta form þegar þeir fá til þess heimild með lagabreytingu sem tekur gildi þann 27. júní næstkomandi.

Form um staðfesta samvist var kynnt á prestastefnu sem lauk í Seljakirkju í gær. Biskup Íslands lagði formið fram og hvatti presta sem staðfesta samvista til að nota þetta form þegar þeir fá til þess heimild með lagabreytingu sem tekur gildi þann 27. júní næstkomandi.

Með samþykkt þess verður Þjóðkirkjan fyrsta þjóðkirkja í heimi sem getur lagalega gefið saman samkynhneigð pör. Innan kirkjunnar var lögð áhersla á að ekki þyrfti að bíða eftir því að form eða ritúal væri til fyrir þessa athöfn þegar lögin tækju gildi.

Þetta nýja form er byggt á þremur þáttum: Í fyrsta lagi á formi um blessun staðfestar samvistar, sem lagt var fram sem drög fyrir tveimur árum og þegar hefur hlotið umræðu innan kirkjunnar. Í öðru lagi byggir lögformlegur þáttur þess á formi sýslumanna við staðfestingu samvistar. Í þriðja lagi byggir það á hjónavígsluformi kirkjunnar.

 

 

Leave a Reply