Skip to main content
search
Fréttir

Samtökin ´78 – Aðalfundur 2003

By 17. febrúar, 2003No Comments

Tilkynningar Aðalfundur Samtakanna ´78 verður haldinn á Laugavegi 3, laugardaginn 22. febrúar 2003, og hefst kl. 14.

Dagskrá

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins, ákvörðun félagsgjalda, fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
4. Kjör 10 félaga í trúnaðarráð.
5. Kjör stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.
6. Önnur mál.

Félagar með gilt félagsskírteini árið 2003 njóta kjörgengis, atkvæðisréttar og réttar til setu á aðalfundi. Styrktarfélagar með gilt skírteini árið 2003 njóta réttar til setu á aðalfundi en ekki atkvæðisréttar og kjörgengis.

Framboð

Listi uppstillingarnefndar er einn í kjöri þar sem ekki bárust mótframboð. Kosið er listakosningu til stjórnar. Listinn er sem hér segir:

Þorvaldur Kristinsson, formaður
Steinunn Blöndal, varaformaður
Klara Bjartmarz, ritari
Ragnar Ragnarsson, gjaldkeri
Alfreð Hauksson, meðstjórnandi
Jón Þór Þorleifsson, meðstjórnandi
Rannveig Traustadóttir, meðstjórnandi

Uppstillingarnefnd stillti upp 10 félögum til setu í trúnaðarráði, en auk þess barst eitt framboð svo að 11 eru í kjöri. Kjósa skal 10 mannseinstaklingskosningu. Í framboði til trúnaðarráðs eru: Arndís B. Sigurgeirsdóttir, Árni Kr. Einarsson, Dofri Örn Guðlaugsson, Eydís Hermannsdóttir, Guðbjörg Halldórsdóttir, Guðjón Jónasson, Guðlaugur Kristmundsson, Heiðar Reyr Ágústsson, Jóhanna Ríkharðsdóttir, Kristín Sævarsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson.

Uppstillingarnefnd hefur einnig stillt upp tveimur félögum til að vera félagslegir skoðunarmenn reikninga. Þeir eru: Arndís B. Sigurgeirsdóttir og Sigurjón Guðmundsson.

Stjórn Samtakanna ´78,
félags lesbía og homma á Íslandi

Leave a Reply