Skip to main content
search
Fréttir

FSS: – GayDay í Regnbogasal Samtakanna ´78

By 6. október, 2004No Comments

Tilkynningar Þá líður senn að öðrum GayDay vetrarins! Munum við halda okkur við fimmtudagskvöldin þar sem þau henta fólki betur. Síðast mætti heill her fólks og var virkilega góð stemning í Regnbogasalnum. Í boði voru listilega skreyttar tertur og fleira góðgæti, auk þess sem saga félagsins var kynnt. Nú ætlum við hinsvegar að horfa saman á videó (tilvalið að hafa smá kósý stemningu í kuldakastinu sem stendur yfir!) og er myndin ?It´s In The Water? á dagskránni. Þetta er orðin gamall klassíker, og fyrir þá sem ekki hafa séð hana auðvitað skylduáhorf (sagnfræðin, sagnfræðin!). Fjölmennum í heimabíó ala FSS – popp og kók í boði!

Hvar: Samtökin ?78, Laugavegi 3, 4. hæð

Hvenær: Fimmtudaginn 7. október, kl.19:00

ATH BREYTTUR TÍMI !

Sjáumst !!! 🙂

-stjórn FSS

Leave a Reply