Skip to main content
Fréttir

SAMTÖKIN ´78 HLJÓTA STYRK FRÁ ÞRÓUNARSJÓÐI MENNTARÁÐS REYKJAVÍKURBORGAR

By 14. febrúar, 2007No Comments

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti styrki leikskólaráðs og menntaráðs Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Úthlutað var um 70 milljónum króna í styrki til nýbreytni- og þróunarstarfs skólaárið 2007-2008.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti styrki leikskólaráðs og menntaráðs Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Úthlutað var um 70 milljónum króna í styrki til nýbreytni- og þróunarstarfs skólaárið 2007-2008.

Samtökin ´78, SAMFOK og Myndlistarskólinn í Reykjavík fengu að þessu sinni hæstu almennu styrkina frá menntaráði og ætla Samtökin ´78 að verja sínum styrk, upp á 1,6 milljón króna, til að byggja upp fræðslustarf í grunnskólum um samkynhneigð. Hæsti þróunarstyrkur menntaráðs kemur í hlut Fossvogsskóla, Langholtsskóla og Seljaskóla, eða alls 2.700 milljónir kr., sem verður varið til rannsóknar sem miðar að því að bæta lífsstíl og heilsu 7-9 ára barna. Ingunnarskóli og Norðlingaskóli fá styrk að andvirði 1.350 þúsund króna til að þróa móðurskólaverkefni um einstaklingsmiðað námsmat.
Úr þróunarsjóði tónlistarskóla var úthlutað tæplega 6 milljónum króna. Þar fær Þórir Þórisson hæsta styrkinn í verkefnið Hlustun og greining í grunnnámi tónlistarskóla.

Á fyrsta skólastiginu kemur hæsti almenni styrkurinn í hlut leikskólans Völvuborgar vegna tilraunaverkefnisins Tannvernd í leikskólum, eða ein milljón króna. Myndlistarskólinn í Reykjavík fær 3,5 milljóna króna styrk samkvæmt þjónustusamningi og samstarfsverkefni Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, Barónsborgar, Lindaborgar og Njálsborgar fær 1,5 milljón króna í styrk úr þróunarsjóði til fjölmenningarverkefnisins Heimsins börn.

Styrkþegar og formenn leikskólaráðs og menntaráðs með borgarstjóra

 

Leave a Reply