Skip to main content
search
Fréttir

AFTURGENGNIR UPP ÞEIR RÍSA. DAGSKRÁ Í REGNBOGASAL

By 14. nóvember, 2006No Comments

 

 

 

Fimmtudagurinn 23. nóvember

Afturgengnir upp þeir rísa

Karlmenn horfinnar tíðar lýsa lífinu hér áður fyrr.

Minningarbrot, slitrur úr dagbókum, fornar sögusagnir og ástarljóð.

Leikararnir Viðar Eggertsson, Felix Bergsson og Jón St. Kristjánsson flytja

Þorvaldur Kristinsson valdi efnið og bjó til flutnings.

Dagskráin hefst kl. 21

 

 

—————————————————————

 

NÆSTU VIÐBURÐIR

 

 

Laugardagurinn 25. nóvember

Hinsegin bókmenntaganga

Lagt af stað úr Grófinni milli Tryggvagötu 15 og 17 og gengið um miðborgina með Úlfhildi Dagsdóttur og Felix Bergssyni.

Gangan tekur um einn og hálfan tíma og endar í félagsheimili Samtakanna ‘78

þar sem Magga Stína syngur nokkur lög af nýju plötunni Magga Stína syngur Megas.

Gangan hefst kl. 14

 

 

Fimmtudagurinn 30. nóvember

Splattermyndakvöld

Erlingur Óttar Thoroddsen og Baldvin Kári Sveinbjörnsson hafa ofan af fyrir gestum kvöldsins og kynna nokkrar vel valdar myndir úr einkasöfnum sínum.

Dagskráin hefst kl. 22

 

 

Föstudagurinn 1. desember

Ég kveiki á kertum mínum

Minningarganga um ástvini okkar sem hafa látist úr alnæmi.

Gengið er frá Laugavegi 3 að Tjörninni í Reykjavík.

Gangan hefst kl. 19:45 

 

 

Laugardagurinn 2. desember

Lesbískar vampírur og aðrar óknyttakonur

Hin lesbíska ímynd með kvikmyndaaugum.

Bíókvöld í umsjón Hrafnhildar Gunnarsdóttur.

Dagskráin hefst kl. 21

 

 

Fimmtudagurinn 7. desember

Jólabingó

Hið árlega og sívinsæla fjölskyldujólabingó Samtakanna ‘78

Meðal verðlauna fullkomið Jóla-kit

Allt til jólanna á einum stað!

Mætið tímanlega!!

Dagskráin hefst kl. 20:30

 

 

Fimmtudagurinn 14. desember

Jólabókakvöld

Rithöfundar koma í heimsókn og lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum

í öllum regnbogans litum.

Dagskráin hefst kl. 21

 

 

Laugardagurinn 16. desember

KMK Jólabókakvöld

Hið árlega jólabókakvöld KMK þar sem konur lesa úr skáldskap sínum fyrir konur.

Dagskráin hefst kl. 21

 

 

Fimmtudagur 28 desember

Hörpuleikarinn & homminn

Páll Óskar og Móníka halda sína árlegu jólatónleika

og leika nýleg frumsamin lög og önnur eldri af sívinsældarlistanum.

Dagskráin hefst kl. 21

 

 

Fimmtudagurinn 11. janúar

Bluesgyðjan Andrea

Janúartónleikar hinn sívinsælu Andreu Gylfadóttur

sem syngur vinsæl lög við undirleik Eðvars Lárussonar gítarleikara

Dagskráin hefst kl. 21

 

Dagskráin fer fram í Regnbogasal Samtakanna ’78

Laugavegi 3, nema þar sem annað er tekið fram.

 

Aðgangur er ókeypis að öllum dagskrárliðum en Samtökin ´78 taka við samskotum þessi kvöld

Leave a Reply