Skip to main content
search
Fréttir

Hræingar norðan heiða – Samtökin ´78 á Norðurlandi

By 7. október, 2002No Comments

Frettir Sá góði atburður gerðist nú á haustdögum að lesbíur og hommar á Norðurlandi stofnuðu sinn eigin starfshóp sem mun starfa innan vébanda Samtakann ´78 í framtíðinni á sömu forsendum og aðrir hópar í félaginu. Að stofnuninni stóðu átján manns og er kynjahlufallið nokkurn veginn jafnt. Margt er á döfinni, skemmtanir, ferðalög og fræðsla til félaga, en einnig munu félagar í hópnum bjóða upp á fræðslufundi í skólum og hjá félagasamtökum á Norðurlandi.

Vefsíða á döfinni

Hópurinn kallar sig Samtökin ´78 á Norðurlandi og aðsetur hans er á Akureyri. Á fyrsta fundi sínum á dögunum valdi hópurinn sér framkvæmdastjórn sem í eiga sæti þau Guðmundur Arnarson, Eygló Aradóttir og Díana Gunnarsdóttir. Á næstunni mun hópurinn opna eigin vefsíðu, www.s78n.org og netfangið verður að líkindum s78n@s78n.org

Við óskum félögum okkar á Akureyri til hamingju með þennan frábæra áfanga. Gangi ykkur vel.

Leave a Reply