Skip to main content
search
Fréttir

Norðurland – Fundur hjá hópi foreldra og aðstandenda samkynhneigðra

By 12. nóvember, 2003No Comments

Tilkynningar Fundur verður haldinn hjá hópi foreldra og aðstandenda samkynhneigðra á Akureyri og Norðurlandi fimmtudaginn 13. nóvember á Sigurhæðum á Akureyri og hefst klukkan 20.00. Meðal efnis fundarins er að horft verður á heimildamyndina Hrein og bein og rætt um efni hennar yfir bolla af kaffi eða tei. Nýir félagar sérstaklega velkomnir.

Heimildamyndin Hrein og bein var tilnefnd til Edduverðlaunanna síðustu, en hún hefur þegar tvívegis hlotið fyrstu verðlaun í sínum flokki heimildamynda á kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum. Myndin er eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur kvikmyndagerðarmann og Þorvald Kristinsson bókmenntafræðing. Hún byggist á viðtölum við unga viðmælendur, homma og lesbíur, sem komið hafa úr felum og fjallar um lífsbaráttu þeirra, skrefið stóra, að koma út úr skápnum, og lífið án fjötra á Íslandi í dag.

Leave a Reply