Skip to main content
Fréttir

Þýskaland – Haturssöngvar

By 14. maí, 2001No Comments

Frettir ?Kúlan er ætluð þér.? Svo hljóðar titill lags sem gefinn er út í Þýskalandi þessa dagana hægri öfgamönnum til ánægju og yndisauka. Lagið flytur hljómsveit er nefnir sig White Aryan Rebels og þar er hvatt til morða á ýmsu nafngreindu forystufólki samkynhneigðra.

Hljómsveitin mun hafa verið stofnuð fyrir skömmu og er alls óþekkt í popp- og rokkheimi Þjóðverja. Fyrst heyrðist um hana í byrjun þessa árs og hefur enn ekki komið fram opinberlega. Aðeins þúsund eintök af diskinum munu vera í umferð, þau virðast vera framleidd utan Þýskalands og seld milli manna en ekki í verslunum. Á diskinum eru einnig söngvar þar sem gyðingar og svertingjar eru ataðir auri og dæmdir glæpamenn nýnasista hafnir til skýjanna.

Þessi hljómsveit er síður en svo einstakt fyrirbrigði í Þýskalandi. Þar blómstrar neðanjarðarframleiðsla á tónlist af þessu tagi. Í síðasta mánuði gerði lögreglan landsátak til þess að koma lögum yfir þennan geira nýnasismans. Gerð var húsleit hjá 103 einstaklingum í öllum hlutum þýska ríkjasambandsins. Þeim var gefið að sök að breiða út hatursáróður á tónlistarforritum internetsins. Kæruatriðin sem refsiverð teljast eru til dæmis þau að hafa starfað undir merkjum samtaka er stjórnarskráin bannar, múgæsingar, hvatning til kynþáttahaturs og ofbeldisdýrkun. Verði hinir kærðu sekir fundnir eiga þeir yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.

Leave a Reply