Skip to main content
search
Fréttir

Samverustund á aðventu

By 7. desember, 2001No Comments

Tilkynningar Samtök foreldra og annarra aðstandenda samkynhneigðra boða til sameiginlegs fundar hópanna sem vinna að málefnum samkynhneigðra Laugardaginn 15. desember í Regnbogasal Samtakanna ´78, Laugarvegi 3, kl. 16. Markmiðið er að staldra við og gleðjast saman í önnum aðventunnar, og fræðast um það starf sem við stöndum að.

Í upphafi fundar mun kvartett Hólmfríðar Jóhannesdóttur flytja nokkur jólalög, en kvartettinn skipa auk Hólmfríðar þeir Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Hafsteinn Þórólfsson og Arnar Þór Viðarsson. Þá mun formaður Samtakanna ´78 segja í stuttu máli frá starfi og ávinningum ársins og fulltrúar frá hverjum hópi kynnir starf og áherslur síns hóps.

Veitingar á boðstólum.

Við hvetjum fólk til að mæta og taka þátt í góðri gleði – og um leið er hægt að líta inn á jólabasarinn í hinum enda hússins.

Allir velkomnir.

Leave a Reply