Skip to main content
search
Fréttir

FYRIRLESTUR SANDI DUBOWSKI Í REGNBOGASAL

By 29. september, 2008No Comments

Föstudaginn 3. október kl. 12.00 mun Sandi Dubowski fjalla um kvikmyndirnar Heilagt ástarstríð og Trembling before G-d á umræðufundi í Regnbogasal Samtakanna ´78, Laugavegi 3, 4. hæð. Sandi DuBowski er framleiðandi kvikmyndarinnar Heilagt ástarstríð (A Jihad for Love) sem nú er sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík og fjallar um samkynhneigða múslima og togstreitu trúar og kynhneigðar. Hann er einnig leikstjóri heimildamyndarinnar Skjálfandi andspænis G (Trembling before G-d), sem fjallar um samkynhneigða í hópi heitttrúaðra hassída og strangtrúaðra gyðinga.

Leave a Reply