Skip to main content
search
Fréttir

Fundur í trúarhópi

By 27. nóvember, 2003No Comments

Tilkynningar Á næsta fundi trúarhóps Samtakanna ´78, fimmtudaginn 27. nóvember verður kynning á Bahaí trúnni. Frá Bahaí samfélaginu kemur á fundinn Hrafnkell Ágúst Óttarsson guðfræðingur og kynnir okkur þessi ungu en afar merkilegu trúarbrögð. Að venju eru allir velkomnir á fundinn. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Samtakanna 78 og hefst kl. 20:00. Við hvetjum alla sem áhuga hafa að koma og vera virkir í starfi hópsins.

Trúarhópur Samtakanna 78 er ekki bara fyrir þá er játa kristna trú heldur alla sem áhuga hafa á trúmálum, hverrar trúar sem þeir eru. Við hvetjum alla sem áhuga hafa að koma á fundi okkar og fræða okkur um sína trú og sína afstöðu til hennar og annarra trúarbragða.

-Trúarhópur Samtakanna ´78

Leave a Reply