Skip to main content
search
Fréttir

GAY PRIDE DANSLEIKUR

Góð þátttaka og stemming var á síðasta gay-pride styrktarballi. Nú er um að gera að taka frá laugardaginn 13. maí því þá verður næsti styrktardansleikur haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem enginn annar en Páll Óskar þeytir skífum.

Góð þátttaka og stemming var á síðasta gay-pride styrktarballi. Nú er um að gera að taka frá laugardaginn 13. maí því þá verður næsti styrktardansleikur í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem enginn annar en Páll Óskar snýr skífum.

Ballið hefst á miðnætti og byrjar með upphitun frá hinum stórkostlegu DJ Bling. Þegar þau hafa spilað um stund stígur ofur-eurovisionstjarnan Páll Óskar á stokk og þeytir skífum fram á nótt – aldrei er að vita nema kappinn taki eitthvað af nýjum lögum sem væntanleg eru á nýjum geisladisk. Miðaverð er 1.000.- og eins og áður rennur allur ágóði til Hinsegin daga.

Styrktardansleikirnir eru mikilvægur þáttur í fjáröflun fyrir hátíðina í ágúst en Hinsegin dagar verða haldnir dagan 10. – 12 ágúst n.k. Hátíðin verður aldrei glæsilegri en undirbúningur, sjálfboðavinna og fjárráð leyfa.

Fjölmennum og skemmtum okkur saman, styrkjum hátíðina í sumar!

-Hinsegin dagar í Reykjavík

 

Leave a Reply