Skip to main content
Fréttir

Konur með konum – Líflegt félagsstarf að hefjast

By 20. maí, 2001No Comments

Frettir Á velheppnuðum tveggja daga fundi sem stjórn Samtakanna ´78 og trúnaðarráð héldu á Hellu í apríl kviknaði lífleg umræða um kvennastarf á vettvangi félagsins. Rifjaðist þá upp fyrir ýmsum að eitt sinn starfaði hér KMK, Konum með konum, og varð að ráði að endurlífga það starf og útfæra í takt við nýja tíma.

Nú liggur fyrir dagskrá sem verður bráðlega kynnt hér á vefsíðunni. En meðan við bíðum eftir því að hún birtist má geta þess að fimmtudaginn 7. júní verður safnast saman í Heiðmörk á fjölskylduhátíð yfir grillinu. Á Sjómannadaginn, 10. júní, munu Gasellurnar væntanlega keppa í róðri og að því loknu er boðið í kaffi á Laugavegi 3. Ef einhver veit ekki hverjar Gasellurnar eru skal frá því greint að hér um árið urðu þær sigurvegarar í róðrarkeppni kvenna á Sjómannadaginn tvö ár í röð. Hinn 30. júní er svo ætlunin að halda kvennaball í Höfnum og fylgja þar líka gamalli og góðri hefð. Síðan er eitt og annað á dagskrá allan næsta vetur en um það má lesa á vefsíðunni þegar nær dregur.

Stúlkur á öllum aldri: Ef þið viljið fylgjast með starfi KMK skrifið þá til kmk@samtokin78.is

Leave a Reply