Skip to main content
search
Fréttir

?Parce que moi, je rêve, moi je ne suis pas…? – Guillermo Martínez Pérez sýnir í Regnbogasal

By 10. nóvember, 2003No Comments

Frettir Guillermo Martínez Pérez er spánverji. Hann er 24 ára gamall og býr í Madrid á Spáni þar sem hann stundar háskólanám við skóla í Álcala de Henárez. Sýning hans í Regnbogasal Samtakanna ´78 nefnist á frummálinu ?Parce que moi, je rêve, moi je ne suis pas…? eða ?Vegna þess að mig dreymir er ég ekki til…”

Guillermo hefur sýnt í Lisabon, Madrid, Guadalajara og einnig í Hinu húsinu á Íslandi árið 2000, en hann bjó hér á landi í tæplega eitt ár. Síðast setti hann upp sýningu í Briguhega á Spáni þar sem hann ásamt tveimur vinum sýndi verk í gamalli kirkju í smábæ í grend við Madrid.

Guillermo notar allar mögulegar aðferðir við listsköpun sína. Hann málar, tekur ljósmyndir, býr til ?föt?, teiknar og endurskapar hverdagslega hluti á nýjan listrænan hátt. List hans var lengi vel mjög neikvæð og full af svörtum hugmyndum. Þetta er fyrsta sýningin þar sem hann reynir að tjá tilfinningar sínar á jákvæðan hátt. Í fyrsta skipti notar hann listina til að skapa en ekki til þess að rífa niður.

Myndirnar á sýningunni eru til sölu á 4000 krónur.

Leave a Reply