Skip to main content
search
Fréttir

MAGNÚS ÞORGRÍMSSON SÝNIR Í REGNBOGASAL

By 14. september, 2006No Comments

Þann 28. september opnar Magnús Þorgrímsson sýningu á málverkum í Regnbogasal Samtakanna ´78, Laugavegi 3. Verkin eru unnin á síðustu mánuðum og eru sérstaklega ætluð rými húsnæðisins. Magnús lýsir vinnuferlinu af hógværð sem endurhæfingu og upprifjun á vinnu málarans sem hefur að hans sögn fengið nær alfarið að liggja í dvala síðustu ár:

„Í byrjun lagði ég upp með afstraktmyndir með skírskotun til náttúrunnar en áður en langt leið var ýmislegt fleira farið að þrengja sér með á myndflötinn og útkoman er allt önnur en ég ætlaði í fyrstu”

Áður hefur Magnús mest fengist við leirlist ( sjá www.umm.is) og nokkrum sinnum sýnt á vettvangi Samtakanna ’78, ýmist einn eða með fleirum auk þess að koma með einum eða öðrum hætti að sýningum annars listafólks í Regnbogasalnum. Sýningin stendur til 2. nóvembers.

Leave a Reply