Skip to main content
search
Fréttir

KVENNAGRILL Á VEITINGASTAÐNUM AF LÍFI OG SÁL, LAUGARDAGINN 19. JÚLÍ

By 14. júlí, 2008No Comments

Kvennagrill á veitingastaðnum Af lífi og sál, laugardaginn 19. júlí
  
Næstkomandi laugardag, 19. júlí, verður kvenna/lesbíugrill á matsölustaðnum Af Lífi og sál, að Laugavegi 55b, bakgarði (á móti Svarta Kaffi). Kveikt verður á kolunum um kl. 15:00.  Grill ljúfmetið til reiðu um kl. 16:00.

2,000 kr. gjald er fyrir matinn og er þá einn stór bjór og snafs innifalið í verði. 
Ýmis tilboð verða á barnum fyrir þær sem vilja.

Matseðill:
BBQ grísarif
Kjúklingur
Höfrungur

Borið fram með:
Kartöflusalati
Fersku salati
Piparsósu
Villisveppasósu
 
Andrea Jóns mun sjá um um tónlistina!
 

Kl. 13:00 verður í fyrsta sinn opnuð Þjónustumiðsstöð Hinsegin Daga á Laugavegi 33.   Því er tilvalið að mæta á opnunina og mæta síðan á grillið með öðrum hressum konum!  Portið hjá Af lífi og sál er alveg tilvalið fyrir þennan viðburð.  Fyllum garðinn af jákvæðum, skemmtilegum og hressum konum í sumar og hinsegin skapi!

Sjáumst á laugardaginn þann 19. júlí!

Leave a Reply