Skip to main content
search
Fréttir

GLEÐIGANGA GAY PRIDE – HINSEGIN HÁTÍÐ Í LÆKJARGÖTU

By 4. júlí, 2007No Comments

Níunda árið í röð halda samkynhneigðir Hinsegin daga hátíðlega í Reykjavík. Eftir mikinn og vandaðan undirbúning allt frá síðustu hátíð, fjölmenna allir sem vilja sýna samstöðu með málstað hinsegin fólks í fjörmikla og skrautlega gleðigöngu niður Laugaveg og á glæsilega útitónleika í Lækjargötu laugardaginn 11. ágúst.

GLEÐIGANGA  GAY PRIDE PARADE kl. 14
Allir safnast saman á Rauðarárstíg, rétt hjá Hlemmi, í síðasta lagi klukkan 12:30. Lagt af stað stundvíslega klukkan tvö í voldugri gleðigöngu eftir Laugavegi og niður í Lækjargötu. Line-up of the Gay Parade at Hlemmur Bus Terminal at 12:30 p.m. Down Laugavegur to city center and Lækjargata.

HINSEGIN HÁTÍÐ Í LÆKJARGÖTU  OUTDOOR CONCERT IN LÆKJARGATA kl. 15:15
HáMeðal skemmtikrafta: Jimmy Somerville, Friðrik Ómar, Sarah Greenwood og GSX, Tommi Tomm og vinir, Hara, Pay TV, Hafsteinn Þórólfsson, QBoy og Páll Óskar.

-Hinsegin dagar í Reykjavík

 

Leave a Reply