Skip to main content
search
Fréttir

Fundur hjá ÁST

By 17. nóvember, 2004No Comments

Tilkynningar Næsti fundur hjá Áhugahópi samkynhneigðra um trúarlíf – ÁST verður sunnudaginn 21. nóvember klukkan 17.00 í félagsheimili Samtakanna ´78, Laugavegi 3. Sérstakur gestur dagsins verður Sólveig Anna Bóasdóttir.

Erindi Sólveigar nefnist ?Hvað felst í ósk samkynhneigðra um að fá að ganga í hjónaband?? Í því fjallar hún um þessa spurningu út frá femínísku sjónarhorni og gagnrýni þeirrar stefnu á hjónabandið sem aktívistagrúppur samkynhneigðra samþykktu fullkomlega langt fram á 9. áratug síðustu aldar. Hvað varð til þess að hreyfing samkynhneigðra fór að berjast fyrir því að fá að ganga í hjónaband? Vilja þeir verða ?normal? – eins og allir aðrir? Er það samfélagið sem þrýstir á um það?Hvaða fórnir verða samkynhneigðir að færa til þess að ?fá að vera með?.

Trúarhópur Samtakanna 78 er ekki bara fyrir þá er játa kristna trú heldur alla sem áhuga hafa á trúmálum, hverrar trúar sem þeir eru. Við hvetjum alla sem áhuga hafa að koma á fundi okkar og fræða okkur um sína trú og sína afstöðu til hennar og annarra trúarbragða.

-Trúarhópur Samtakanna ´78

Leave a Reply