Skip to main content
search
Fréttir

FYRSTA Q – KVÖLD VETRARINS!

By 4. nóvember, 2008No Comments

Föstudaginn 7. nóvember mun Q – Félag Hinsegin Stúdenta halda fyrsta Q-kvöld vetrarins og hefja þannig starfsárið eins og hefð er fyrir. Við ætlum að hittast í regnbogasal Samtakanna ’78 á Laugavegi 3 og hefst gleðin klukkan 20. Að venju verður hægt að skrá sig í félagið á staðnum. Félagið er opið öllum þeim sem eru á aldrinum 18 til 30 ára auk eldri námsmanna og starfsmanna framhaldsskóla. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á félaginu eða vilja styðja okkur að mæta og skrá sig í félagið!


Fyrir miðnætti munum við síðan halda gleðinni gangandi og skella okkur á skemmtilegasta stað bæjarins, Q-Bar!

Ekki missa af þessu – láttu sjá þig!

“Q – Queer by nature, fabulous by choice…”

Leave a Reply