Skip to main content
search
Fréttir

SKORAÐ Á ALÞINGISMENN

By 6. febrúar, 2006No Comments

Samtökin ’78 vekja athygli á undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á alþingismenn að jafna rétt samkynhneigðra og gagnkynhneigðra að fullu. Vefritið Deiglan heldur utan um söfnunina og hægt er að skrifa undir á vefslóðinni www.mannrettindi.net

Samtökin ’78 vekja athygli á undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á alþingismenn að jafna rétt samkynhneigðra og gagnkynhneigðra að fullu. Vefritið Deiglan heldur utan um söfnunina og hægt er að skrifa undir á vefslóðinni www.mannrettindi.net

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Við undirrituð skorum á alla alþingismenn að styðja jafnrétti samkynneigðra í verki og samþykkja bæði stjórnarfrumvarp um réttarbætur og breytingartillögu sem veitir forstöðumönnum safnaða  heimild til vígslu samkynhneigðra para. Um leið mótmælum við afskiptum  biskups af málinu enda óviðunandi að hans afskipti takmarki rétt annara trúfélaga. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við styðjum rétt samkynhneigðra til fjölskyldulífs og þar með hjónavígslu og heitum á þingmenn að standa með jafnréttinu og gegn misrétti.

 

Leave a Reply