Skip to main content
Fréttir

Þýskaland – Flytjum hommana til Berlínar!

By 30. maí, 2002No Comments

Frettir Borgarstjórinn í Düsseldorf, Joachim Erwin, þykir hafa troðið í spínatinu þegar það fréttist að hann hefði látið út úr sér á fundi Kristilegra demókrata þar í borg að ?homma væri best að flytja til Berlínar?. Ástæðan er sú, að sögn borgarstjórans, að menn vilji ekki að Düsseldorf eða Þuslaraþorpi sé ?hampað á bleikum vefsíðum internetsins?.

Borgarstjórinn hefur þótt harður í horn að taka gagnvart þeim sem ekki fylgja meginstraumum samfélagsins. Fljótlega eftir embættistöku sína skar hann upp herör gegn heimilislausum og brátt fóru að berast sögur af ofbeldi starfsmanna þartilfengins öryggisgæslufyrirtækis gagnvart heimilslausum og vímuefnafíklum. Fyrir skömmu voru tveir af þessum öryggisvörðum dæmdir í fangelsi fyrir valdbeitingu og líkamsmeiðingar.

Flækingar, innflytjendur og hommar

Frank Laubenburg, borgarráðsmaður í Düsseldorf sagði þetta um athugasemdir borgarstjórans. ?Erwin er aftur kominn af stað. Fyrst var það: ?Flækingavandinn?, síðan ?Ekkert fé til innflytjenda sem ekki vilja læra þýsku? og nú er það ?Flytjum hommana til Berlínar?.

Sá sami Laubenberg hafði bent á það á borgarráðsfundi að kominn væri tími til minnast þess að um þessar mundir er 65 ár eru liðin frá því ofsóknir nasista á hendur hommum í Düsseldorf hófust. En borgarstjórinn virðist hafa skilið það öðruvísi en ætlað var.

Draumaborg nýnasista

Í virtasta vikuriti Þjóðverja, Spiegel, var þetta sagt um stjórnarhætti Joachims Erwin: ?Frá því í sveitastjórnarkosningunum árið 1999 rekur Erwin svo harða hægri stefnu að í engri annari borg gætu nýnasistar gert sig betur heimakomna en í höfuðstað Ruhrhéraðsins.?

BOX, Düsseldorf

Leave a Reply