Skip to main content
search
Fréttir

FSS fimm ára – Þér er boðið til afmælismóttöku!

By 14. janúar, 2004No Comments

Tilkynningar Í tilefni 5 ára afmælis FSS býður félagið til móttöku í Stúdentakjallaranum milli klukkan 17:00 og 19:00 þann 19. janúar næstkomandi.

Þetta verður hefðbundin afmælisveisla með veitingum, skemmtiatriðum og öðrum óvæntum uppákomum. Í lok veislunnar mun Aðalbygging Háskólans verða lýst upp í regnbogalitunum af veislugestum. Svipað var gert í fyrra þegar FSS fagnaði fjögura ára afmæli. Þessi atburður mun einnig marka upphaf Menningar- og listadaga Háskóla Íslands, sem hefjast daginn eftir.

Um kvöldið ætlar fjöldi félagsmanna FSS að hittast á Vegamótum klukkan 19:30. Þar stendur til að halda áfram upp á afmæli FSS í góðu yfirlæti, mat og drykk. Meðlimir BLUS sem eru staddir hér á landi munu sitja okkur til samlætis og skemmtunar þetta kvöld. Máltíðin kostar 2000 krónur fyrir félagsmenn en 2500 fyrir aðra. Það er nauðsynlegt að tilkynna þátttöku í afmælismatnum fyrirfram, en slíkt er hægt að gera með tölvupósti á gay@hi.is eða í síma 8686855 eða 6988998.

Við vonum að þú sjáir þér fært að taka þátt í fagnaði afmælisins, bæði í Stúdentakjallaranum og á Vegamótum. Allir velunnarar félagsins eru hjartanlega velkomnir!

-Stjórn FSS

Leave a Reply