Skip to main content
search
Fréttir

UMBURÐARLYNDI, NEI TAKK!

By 12. desember, 2005No Comments

Á erfiðum tímum er fátt eins hættulegt þeim sem eiga undir högg að sækja og lítilþægnin. Þá er skammt í það að menn fari að rugla saman hugtökunum umburðarlyndi og frelsi. Má ég sem hommi afþakka þetta blessaða umburðarlyndi. Svo kann að virðast sem það feli í sér nokkra viðurkenningu. En í afstöðu umburðarlyndisins er alltaf dulinn fyrirvari: Það er allt í lagi með ykkur … en … en. Þess háttar viðurkenning vísar enga leið til frelsisins og reynslan sýnir að umburðarlyndið gildir aðeins meðan við þegjum og læðumst með veggjum. Það sést best að um svikalogn er að ræða þegar við hommar og lesbíur tökum til máls og leitum sjálfsagðra mannréttinda. Þá rísa varðmenn ríkjandi ástands upp og reiða til höggs.

Þorvaldur Kristinsson í Þjóðviljanum, 1986.

Leave a Reply