Skip to main content
search
Fréttir

NÁMSKEIÐÁ VEGUM FÉLAGS STJÚPFJÖLSKYLDNA

By 31. janúar, 2007No Comments

Á næstunni verða tvö námskeið á vegum Félags stjúpfjölskyldna

Stjúpfjölskyldur eiga sömu möguleika og aðrar fjölskyldur á velgengi og ánægjuríku fjölskyldulífi. Hinsvegar valda oft óraunhæfar væntingar um ást og tengsl, agamál, samskipti við fyrrverandi maka og fjármál deilum og ágreiningi innan þeirra.

Flestar stjúpfjölskyldur vita hvar skóinn kreppir og hvað megi betur fara, en vantar upplýsingar og fræðslu um hvernig takast megi á við hlutina. Að vita við hverju er að búast í stjúpfjölskyldum, hvaða verkefni eru normal og hvað getur verið hjálplegt styrkir fjölskylduna, jafnt fullorðna og börn.

Fyrra námskeiðið er ætlað stjúpmæðrum og verður það haldið dagana 10. – 11. febrúar n.k. Á laugardeginum fer það fram frá kl. 11.00 – 16.00 og á sunnudeginum frá kl. 11.00-13.00. Verð kr. 20.000 krónur en kr. 18.000 fyrir félagskonur.

Seinna námskeiðið er ætlað pörum/hjónum og einstaklingum í stjúpfjölskyldum þ.e. í fjölskyldum þar sem að a.m.k. annar aðilinn á barn eða börn úr fyrra sambandi/samböndum. Námskeiðið verður haldið 10. mars frá kl. 10.00 – 16.00 og kostar 11.000 krónur á mann en 9.000 fyrir félagsmenn.

Athugið að mörg stéttafélög veita styrki til þátttöku á námskeiðum!

Leiðbeinendur eru:

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA og formaður Félags stjúpfjölskyldna

Marín Jónasdóttir uppeldis- og menntunarfræðingar, MA ,

Áhugasamir skrái sig á netfangið stjuptengsl@stjuptengsl.is eða í síma 6929101 – hægt er að ská sig í félagið á sama netfang!


-Félag stjúpfjölskyldna

Leave a Reply